{mosimage}Ben Townley á KTM var eldheitur um helgina og sigraði overall í áttundu umferð heimsmeitarakeppninar i motocross sem haldin var á Ítalíu um helgina. Townley sigraði bæði mótoin, þótt að í því seinna hefði Stefan Everts á Yamaha barist allt til enda og mjótt hefði verið á mununum. " Þetta var frábær keppni og mér gékk vel, það var alveg sama hvar maður var í brautinni það var alltaf nægt grip, og þetta var frábær skemmtun " sagði Townley.
Michael Pichon varð arfavitlaus eftir að hafa klikkað á startinu, og krassað svo illa, þannig að hann slasaði sig á úlnlið. Hann sagðist vera algerlega hættur a keppa. Liðstjórinn hjá Honda sagði eftir keppnina að Pichon væri mjög skapheitur og það væri ekki rétt að henn væri hættur, Pichon hefði örugglega meint að hann yrði að draga sig út úr þessari umferð, þar sem hann hefði meiðst.
Staðan á Ítalíu
1. Townley, Ben 50
2. Everts, Stefan 38
3. Smets, Joel 38
4. Jorgensen, Brian 37
5. Leuret, Pascal 34
6. Barragan, Jonathan 32
Staðan í Heimsmeistarakeppninni.
1. Everts, Stefan 339
2. Smets, Joel 276
3. Coppins, Joshua 274
4. Pichon, Mickael 261
5. Townley, Ben 254
6. Ramon, Steve 203