Álfsnesbrautin hefur þornað gríðarlega vel í dag og eftir vinnukvöldið í kvöld er hún gríðarlega vel útlítandi. Mikið hefur verið unnið í brautinni undanfarna daga og er full ástæða til að þakka öllum þeim fjölmörgu sem mættu til að aðstoða okkur. Reynir, Gunni Þór og Einar Bjarna hafa borið hitann og þungann af þessari vinnu og eiga sérstakt hrós skilið.
Brautin hefur verið girt af með vírneti og við stefnum við að því að færa bílastæðið og pittinn alfarið upp að austurendanum á brautinni og hætta að leggja við hliðina á beina kaflanum. Girðingin kemur í veg fyrir að menn keyri hvar sem er inn og út úr brautinni sem hefur skapað slysahættu. Settar hafa verið upp varanlegar flaggarastúkur á alla stökkpalla sem eykur öryggi keppenda til muna. Þá hefur brautin verið jöfnuð og nú er kominn leir víða í brautina og meira á eftir að bætast við. Sem sagt – allt að verða klárt fyrir helgina og stefnir í hörkureis! Hrafnkell formaður