Nú eru Ólafsfiðingarnir búnir að fá leifi fyrir brautinni. Hér er opnunartíminn og reglur fyrir brautina.
Opnunartíminn er frá kl 1300.-1900. alla daga, þó ekki nema ábyrðarmaður sé á svæðinu. Dagsmiðar verða til sölu í brautinni og kostar dagurinn 500kr frítt fyrir meðlimi VÓ og KKA. Framvísa þarf félagsskírteini. Þeir
sem ætla að hjóla í brautinni þurfa að vera með hjólin skráð, framvísa þarf skráningarskírteini og ökuskírteini. Þeir sem eru yngir en 18 ára þurfa að vera með leyfi frá foreldrum/forráðamönnum. Um lágmarksaldur ökumanna gilda ákvæði umferðarlaga um ökuskírteini og lágmarksaldur ökumanna við æfingar og keppnir á lokuðum svæðum utan vega. Ekki verður liðið að ökumenn komi akandi að brautinni á hjólum sem eru aðeins torfæruskráð. Hjálpumst að við að virða þessar reglur og skemmtum okkur saman við að hjóla í þessari frábæru braut. VÉLSLEÐAFÉLAG ÓLAFSFJARÐAR.