Næstu helgi þann 23. & 24. júlí heldur MotoXskólinn Púka námskeið. Þetta námskeið er einungis fyrir 50cc-65cc (tvígengis) og 50cc-110cc (fjórgengis) minihjól eða þessi allra minnstu. Námskeiðið stendur frá kl. 13-16 báða dagana og kostar 1.500 kr. hver dagur. Boðið verður upp á Mt. Dew og grillaðar pylsur fyrir krakkana og fá þeir kennslu í grunnatriðum á akstri. Námskeiðið verður haldið á Álfsnesi við púkabrautina. Það þarf ekki að skrá sig heldur bara að mæta og hafa gaman af.
Kv, Ingi/MotoXskólinn