{mosimage}Chad Reed og Yamaha liðið tóku þá ákvörðun eftir að Reed datt á æfingu og skaddaði pinna sem hann er búinn að vera með í hendinni síðan 1999, að best væri að laga þá strax og draga sig út úr keppni. Reed er nú í þriðja sæti í AMA Motocrossinu á eftir Carmichael og Windham. Reed fór í aðgerð í gær og planið er að koma sterkur inn aftur 7. október í US Open sem haldið er í Las Vegas og vinna það. " Þetta er í fysta skipti sem ég missi af keppni, og það verður skrítið að sitja heima þegar allir liðsfélagarnir fara um helgar að keppa." sagði Reed.