Einar í vondum málum, en Raggi líklegur

Einar Sigurðarson á KTM, Íslandsmeistari í Enduro og stigahæsti Íslenski keppandin í Íslandsmeistaramótinu í Motocross verður ekki með á laugardaginn í lokaumferð mótsins. Einar er brotinn eftir slæma byltu í wúbskaflanum fræga á æfingu í Sólbrekkubraut og verður því ekki með.  Ed Bradley KTM er í fyrsta sæti í mótinu, en ef Ragnar Ingi á Hondu sem er í þriðja ( annar Íslendingurinn ) heldur rétt á spilunum og klárar mótoin á undan Valda á Yamaha sem er 11 stigum á eftir honum, og ennig er Kári á TM Racing ekki langt undan, þá getur kallinn enn og aftur innsiglað Íslandsmeistaratitilinn í Motocross á laugardaginn.
Svo er að sjá hvort Einar verði klár í lokaumferðina í Enduro til að verja titilinn þar, en hann leiðir Enduroið með 22 stigum á Kára.


Skildu eftir svar