Þær ánægjulegu fréttir voru að berast að ökumaðurinn sem varð fyrir óhappi í Sólbrekkubraut í gærkvöldi og fjölmiðlar hafa fjallað um í dag er minna meiddur en fréttir gáfu til kynna. Meiðslin eru minniháttar og hann verður orðinn jafngóður innan nokkurra daga.
Þetta gefur hins vegar tilefni til vangaveltna um öryggi brautanna sérstaklega þar sem fleiri hafa lent í óhöppum eða verið tæpir í vúppsköflunum í Sólbrekku og Álfsnesi. Ég og formaður VÍR höfum því mælst til þess að þessum köflum verði breytt hið fyrsta til að draga úr hættu á óhöppum.
Því verða fljótlega settir table-top pallar þar sem bilin hafa verið sem menn hafa verið að reyna að stökkva. Þannig geta betri ökumenn stokkið þessa kafla nákvæmlega eins og áður en minna vanir ökumenn eru þá í minni slysahættu ef þeir gera mistök.
Reynt verður að breyta þessu við fyrsta tækifæri.
Kveðja, Hrafnkell formaður VÍK og Elín formaður VÍR