Fleiri sillyseason fréttir. Það er núna staðfest að Steve Ramon hefur skrifað undir tveggja ára samning hjá Suzuki. Hann er fyrrverandi MX2 ( 125 ) heimsmeistari og varð í fjórða sæti í MX1 í fyrra með KTM. Ramon mun nú keppa við hlið Kevin Strjibos, en Joel Smets er hættur að keppa fyrir liðið, enda aftur meiddur og í sex mánaða sjúkrafríi. Þarna er komið
stórskemmilegt lið sem getur gert fína hluti á RMZ 450 á næsta tímabili.
Steve Ramon varð annar í síðustu keppni sem haldin var í Þýskalandi og er nú sjötti í heimsmeistarakeppninni.