Ragnar Ingi innsiglaði Íslandsmeistaratitilinn í Motocross í síðasta mótoi mótsins. Útlendingarnir voru þó rosalega hraðir og sigraði Mats Andersen daginn. Kári Jónsson keyrði feiknavel og náði 3ja sæti á eftir Ragga sem varð annar over all.
Fjórði var Valdi en hann viðist vera að keyra hraðar á tvígengishjólinu heldur en 450 sleggjunni sem hann
hefur keppt á hingað til í ár.
Ed Bradley og Peter Bergval lentu báðir í því að klára ekki móto. Peter lenti í krassi í starti ásamt Bradley og fleirum og hætti keppni, en Bradley ákvað að halda áfram og vann sig upp í fjórða úr því langsíðasta, hann krassaði svo í síðasta mótoinu og hætti keppni. Þeir urðu númer 5 og 6 eftir daginn.
Rosalega gaman var að horfa á 125 flokkinn þar sem allir voru að keyra snilldar vel og átti maður ekki orð yfir hraðann á strákunum. Hjálmar Jónsson frá Egilsstöðum innsiglaði Íslandsmeistaratitilinn í flokknum eftir ótrúlegan akstur á tímabilinu, aðalega auðvitað í brautinni, en að mæta í allar keppnir keyrandi alla leið frá heimsenda er órúleg elja hjá þeim feðgum 😉 . Annar varð Aron Ómarsson og var feikilega gaman að horfa á drenginn hjóla. Þriðji varð Baldvin Þór, en hann varð þriðji í öllum mótoum dagsins. Hér eru úrslitin í öllum flokkum. Einnig eru nokkrar myndir komnar inn í myndagalleryið, en það er hér neðarlega hægramegin á síðunni.
Mats Andersen á fullri ferð.
Ragnar Ingi var flottur í brautinni og innsiglaði 9. Íslandsmeistaratitil sinn.
Hjálmar Jónsson fagnar Íslandsmeistaratitilinum í 125 flokknum.