Vegna fyrirspurna sem hafa komið um stöðuna í B riðli þá er rétt að árétta eftirfarandi. Meistaraflokkur er þannig skipulagður að einungis 20 fyrstu sætin í A riðli gefa stig til Íslandsmeistara. Þeir sem lenda í B riðli hljóta því engin stig til íslandsmeistara. Meistaraflokkur er sem sagt einn flokkur sem er skipt í tvo riðla vegna fjöldatakmörkunar á ráslínu (24 keppendur) og einungis 20 fyrstu sætin gefa stig samkvæmt reglum FIM. Fyrsti maður í B riðli er því í raun í 25 sæti. Það kom fram óánægja á síðustu keppni með það að keppendur í
A riðli sem voru með lélega tíma skyldu ekki vera felldir niður í B riðil. Staðreyndin er sú að það hafa verið laus pláss í allt sumar í A riðli sem öllum er frjálst að þiggja sem vilja. Það hafa að meðaltali einungis 22 keppendur raðað sér á ráslínu í A í sumar. Keppendum með bestu tímana í B hefur þannig verið boðið að færa sig upp en þeir hafa afþakkað boðið. Einnig var sett út á það að keppendur í B riðli sem eru með bestu tímana séu ekki neyddir til þess að færa sig í A. Eins og áður kom fram er þeim boðið það en þeim er frjálst að afþakka. Við “neyðum” ekki keppendur til þess að taka þátt í A riðli. Það að krækja sér í stig til Íslandsmeistara er gulrótin til þess að lokka keppendur upp í A riðil.
Fyrir hönd VÍSÍ.
Aron Reynisson