Kári Jónsson á TM innsiglaði í gær Íslandsmeistaratitilinn í Enduro. Kári keyrði ótrúlega vel og var með afgerandi forystu allan tímann. Við óskum Kára innilega til hamingju og gleðilegt að hann sé farinn að uppskera árangur erfiðisins. Annar varð Valdimar Þórðarson á Yamaha og gamli refurinn Viggó Örn Viggóson varð þriðji á TM.
Í Baldursdeild var það Aron Ómarson á KTM sem varð í fyrsta sæti og Íslandsmeistari. Annar varð Guðmundur
Bjarni Pálmarsson á Yamaha og þriðji Baldvin Þór á KTM.
Hér eru nánari úrslit
Keppnin var frábær skemmtun og nýja svæðið og umgjörðin glæsileg. Vil ég óska öllum til hamingju með aðstöðuna sem við höfum nú fengið og er þar helst að þakka Hrafnkeli formanni og hans mönnum sem hafa unnið ótrúlega mikið og óeigingjarnt starf að okkar málum í sínum frítíma, hvort sem er varðandi aðstöðumál eða önnur réttindamál. Það er frábært,….alveg ómetanlegt að hafa svona menn í framlínunni.
Kári á fullri ferð í átt að Íslandsmeistaratitlinum
Aron var flottur í brautinni og varð Íslandsmeistari í B deild.
Valdi tók grjótið örugglega og ók mjög vel allan daginn.
Viggó sýndi að hann er langt frá því dauður úr öllum æðum og skilaði sér í þriðja sæti.
Guðmundur náði öðru sæti í Baldursdeildinni með jöfnum og góðum akstri
……svo eru sumir frekar sorglegir, sér í lagi með keppni á svæðinu í gangi og tveggja fermetra
skilti sem segir hvernig menn eigi að haga sér á svæðinu, þar með talið akstur utan brautar
bannaður !?!?! Sumir eru bara tregari en aðrir 🙁