Nánar um opinn fund VÍK nk. miðvikudag 28. sept.

Við minnum á opinn fund VÍK nk. miðvikudag 28. september kl. 20.00 í fundarsal ÍSÍ í Laugardal. Áhersla fundarins verður á stöðu torfæruhjóla skv. umferðarlögum og reglugerðum, á tryggingar og tryggingavernd og önnur atriði sem hafa verið í umræðunni undanfarið. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.


Þeir sem verða með framsögu á fundinum eru:
Aron Reynisson, fulltrúi í Hjóla- og sleðanefnd ÍSÍ, sem fer yfir stöðu íþróttarinnar og ber ma. saman við nágrannalönd okkar.
Jóhann Halldórsson lögfræðingur fjallar um lög og reglur sem snúa að torfæruhjólum og notkun þeirra
Óðinn Elísson lögfræðingur sem ræðir um tryggingar og tryggingavernd torfæruhjóla.
Gunnar Bjarnason, umhverfisnefnd VÍK, sem fjallar um utanvegaakstur.
Árni Friðleifsson, varðstjóri í Lögreglunni í Reykjavík, sem ræðir um akstur torfærutækja innanbæjar.

Eftir fundinn verða umræður þar sem Ragnheiði Davíðsdóttur frá VÍS og Ólafi Kr. Guðmundssyni frá Umferðarráði auk framsögumanna hefur verið boðið að taka þátt.

Það er markmið okkar að fundurinn verði málefnalegur og verði til þess að benda á raunverulegar lausnir á óljósum skráningar- og tryggingamálum torfæruhjólamanna en þannig er auðveldast að fækka óskráðum og ótryggðum hjólum.

Það er ennfremur von okkar að þessi umræða verði til þess að þeir sem láta sér detta í hug að keyra torfæruhjól á götum og gangstígum átti sig á hvaða skaða þeir geta valdið íþróttinni og hætti því tafarlaust.

Skildu eftir svar