Drengirnir from the States sigruðu Motocross of Nations í gær. Ricky Carmichael á Suzuki var alveg í sérflokki og hreint með ólíkindum að sjá hvað drengurinn fer létt með þetta. Hann sigraði bæti mótoin sín ( 1-1), Kevin Windham á Hondu kláraði 3-5 og Ivan Tedesco á Kawasaki 6-17. Þetta dugði USA til að taka 16. sigur sinn í MXON. Aðrir í röðinni urðu Frakkar með Pichon fremstan í flokki og þriðju urðu Belgar. Í einstaklingskeppninni var það auðvitað RC sem vann MX1, Ben Townley á KTM vann opna flokkinn og Ivan Tedesco sigraði MX2. Menn voru einna svekktastir með Everts nífalda heimsmeistarann, hvernig hann týndist aftast í þvögunni og skilaði sér aðeins í níunda og fimmta sæti. 36000 áhorfendur voru á svæðinu í góðum gír.