Árshátíð VÍK verður haldin í Versölum við Hallveigarstíg laugardaginn 22. október kl. 19:00 Dagskráin hefur sjaldan verið jafn glæsileg, veislustjóri verður Óskar Jónasson (Skari Skrípó), gleiðisveitin Buff sem slegið hefur rækilega í gegn í vinsælasta sjónvarpsþætti ársins „Það var lagið“ sér um að halda uppi stuðinu og að sjálfsögðu verða veitt verðlaun fyrir sumarið og nýtt myndband frumsýnt o.fl.
Matseðillinn er einkar glæsilegur og hljómar hann svona: Forréttur: Sjávarréttasúpa með heitu brauði. Aðalréttur: Glóðarsteikt lambfille og marineraðar kjúklingabringur með ofnbökuðum kartöflum, smjörsteiktu
grænmeti og veislusveppasósu. Eftirréttur. Kaffi og konfekt.
Miðaverð er 5.500,- kr. Miðasala er hérna á síðunni og hjá Helgu í Moto. Miðasölu líkur fimmtudaginn 20. okt. kl. 18. Borðapantanir sendist á msveins@simnet.is og í síma 899 4313.
Samhliða árshátíð VÍK verður einkasýning á myndinni Supercross the Movie í Laugarásbíó laugardaginn 22. okt. kl. 15:50. Fyrir sýninguna verða veitt verðlaun fyrir kvennaflokk og yngri flokka í motocrossi 2005. Það er því tilvalið fyrir alla fjölskylduna að skella sér á þessa frábæru mynd sem hefur verið að gera það gott í Bandaríkjunum.
Það er EKKI áætlað að þessi mynd fari í almennar sýningar, þannig að það er eins gott að nýta þetta einstaka tækifæri til að sjá hana. Miðaverð er aðeins kr. 500,- og sérstakt supercross tilboð verður á poppi og Coke.
Maggi