Margir hafa velt því fyrir sér hvað sé að gerast í svæðismálum AÍH. Í aukablaði Fréttablaðsins vegna stórsýningar Kvartmíluklúbbsins er grein umakstursíþróttasvæði AÍH, þar eru frumdrög að deiliskipulagi svæðisins kynt. Þar kemur meðal annars fram að Hafnarfjarðarbær úthlutaði félagsaðstöðu á svæðið og nú er unnið að því í samvinnu við Hitaveitu Suðurnesja og fleiri aðila að fá rafmagn á svæðið. Búið er að rissa 5.000m2 hús á myndina sem er langþráð innanhúsaðstaða fyrir motocross! Rissið er aðeins hugsað til þess að gefa hugmynd af stærð hússins en ekki endanlegri staðsetningu. Ef meðfylgjandi mynd er skoðuð sjást fornminjar sem á að varðveita og að sjálfsögðu tekur AÍH fullt tillit til þess. Núna er unnið að nánari þarfagreiningu fyrir svæðið, sú vinna er mjög mikilvæg þar sem við erum að horfa til framtíðar en ekki einungis til næsta sumars. Smellið á myndina til að stækka.