Félagsfundir síðasta fimmtudag í hverjum mánuði.

VÍK mun standa fyrir almennum félagsfundum í vetur þar sem bryddað verður upp á ýmsum gagnlegum umræðum og sagt frá því helsta í félagsstarfinu og öðru markverðu. Sett hefur verið upp eftirfarandi dagskrá og fyrsti fundurinn á fimmtudaginn næsta 1. desember í fundarsal ÍSÍ í Laugardalnum og hefst hann kl. 20.30 Við stefnum þó á að finna fundunum betri stað til framtíðar. Umræðuefni fyrsta fundarins er verulega áhugavert en við höfum skoðað í kjölinn hvaða forsendur eru fyrir uppsetningu og rekstri á húsi þar sem hægt

 er að stunda innanhúsakstur á veturna. Við hvetjum sem flesta til að mæta og taka þátt í umræðunni og til að hittast þó við séum ekki að hjóla alla daga.

Kveðja, Stjórn VÍK
Dagskráin fram á næsta vor verður sem hér segir.
1. desember Umræða um innanhúshöll – video fyrir strákana c/o Jóhann Halldórsson
29. desember Motokrosstískan 2006 – nýjustu gallarnir og fleira skemmtilegt dót. c/o Bjarni Bærings
26. janúar Klassískar keppnir í motocrossi c/o Ingi McGrath eða On Any Sunday – must see fyrir alla mótorhjólamenn.

23. febrúar Ískrossumræða og myndakvöld, allir mæta með ferðavélarnar og myndaalbúmin sín.

30. mars Enduroferðir á Íslandi – c/o Jakob Þór Guðbjartsson

27. apríl Undirbúningur fyrir sumarið – hjólið og þú. c/o Ragnar Ingi Stefánsson

 

Skildu eftir svar