Skömmu eftir kl.18 komst fyrirspurn mín til umhverfisráðherra um æfingasvæði fyrir torfæruhjól á dagskrá.
Alþingismennirnir, Magnús Þór Hafsteinsson og Valdimar L. Friðriksson, tóku auk mín og Sigríðar Önnu Þórðardóttur, umhverfisráðherra, þátt í umræðunum.
Umræðurnar voru fínar og sýndu alþingismenn góðan skilning á að bæta þyrfti úr aðstöðuleysi þess vaxandi
hóps sem stundar torfæruhjólaakstur sér til ánægju.
Um þessar mundir eru um 3000 torfærubifhjól í landinu, en í ár verða líklega flutt inn um 700 hjól, þ.e. upp undir 2 hjól á dag.
Ráðherrann tók undir með að brýnt væri að fjölga æfingasvæðum fyrir torfærubifhjólamenn og bæta aðstöðu þeirra.Fulltrúar frá Vélhjólaíþróttaklúbbnum(VÍK), þeir Hrafnkell Sigtryggsson, formaður VÍK og Hjörtur L. Jónsson, fylgdust með umræðunum