Það er örugglega ekki inni í mínum verkahring sem starfsmaður VÍK að halda uppi pólitískum áróðri hér á vefnum, en ef það gæti verið hagur allra torfæruhjólaunnenda þá hlýtur það að koma öllum við.
Í vor verða sveitarstjórnarkostningar og er kostningarskjálftinn þegar farinn að gera vart við sig í mörgum sveitarfélögum. Mest ber þessa dagana á umræðum um það hverjir verma efstu sætin á framboðslistum í
stæstu sveitarfélögunum.
Fyrir okkur sem iðkum torfærumótorhjólasport er sjálfsagt að kanna hverjir eru okkar menn í hverju sveitarfélagi og haga seglum eftir því.
Í Garðabæ búa 7,1% félagsmanna í VÍK (annað eins af utanfélagsmönnum) og er Sjálfstæðisflokkurinn þar með prófkjör um miðjan janúar. Í framboði eru tveir menn sem torfæruhjólaunnendur í Garðabæ ættu að sýna stuðning. Þetta eru: Páll Hilmarsson sem sækist eftir stuðningi í 1. sæti (www.pall.is ), en Páll á fjórhjól og vill eins og aðrir eigendur fjórhjóla fá að keyra sitt fjórhjól á sem flestum svæðum sem allra oftast. Páll hefur stutt vel við íþróttahreifinguna í Garðabæ á undanförnum árum og verði hann var við stuðning frá torfæruhjólaunnendum í Garðabæ er ég viss um að hann mun reynast okkur hjólamönnum vel.
Eftir stuðning í 3. sæti á sama lista er Stefán Konráðsson, en hann hefur verið framkvæmdarstjóri Íþrótta og Ólimpíusambandsins í nokkur ár og meðal þess er hann gerði var að fara til Svíþjóðar og kynna sér hversu framarlega Svíar eru í torfæru-mótorhjólaíþróttum.
Með því að félagar í VÍK taki saman höndum í að tryggja þessum mönnum sæti sín í bæjarstjórn Garðabæjar erum við komnir með okkar fulltrúa og velvildarmenn fyrir komandi kjörtímabil.
Hjörtur Líklegur….