12. leið til Dakar var ekin í gær og er skemmst frá því að segja að Cyril Despres sigraði leiðina og var þetta 4. leiðin sem hann sigrar í þessari keppni. Þetta er 14. sigur hanns á sérleið frá því að hann hóf að keppa í Dakarralli. Cyril Despres er ekki eini keppandinn á hjóli sem ákveður að klára keppnina þótt hann sé viðbeinsbrotin. 1986 var keppandi á BMW sem hét Gaston Rahier og var fyrrverandi heimsmeistari í
motocross 125cc. G. Rahier viðbeinsbrotnaði og braut 6 rifbein, en hélt áfram og kláraði.
Marc Coma er enn fyrstur og annar 32 mín á eftir honum er C. Despres, en Sala er svo í þriðja, en hann var aðeins í 21. sæti í gær og tapaði miklum tíma á Ameríkumanninn C. Blais sem er nú aðeins 20 mín á eftir Sala.
Í bílaklassanum sannaðist það enn einu sinni að þessi keppni er ekki búin fyrr en í endamark er komið. S. Peterhansel sem var með 25 mín fosskot á liðsfélaga sinn ók á tré og skemmdi vinstri afturhjólabúnaðinn svo mikið að hann varð að eyða yfir þrem klukkutímum í viðgerðir svo hann gæti komist í mark. Við þetta hrapaði Peterhansel niður í 4. sæti, en skíðakappinn Luc Alphand er með 20 mín forskot á DE. Villiers og gamli mótorhjólasigurvegarinn Roma er þriðji á undan Peterhansel.
Eftir eru 3 sérleiðir, tvær leiðir um 300 km og síðasta leiðin er um 30 km, en sú leið hefur alltaf verið eins þegar endað er í Dakar og er ekki ósvipuð og leiðin frá Þorlákshöfn út að veitingarstaðnum Hafið Bláa og til baka á milli sandhólanna í Þorlákshöfn.
Kveðja
Hjörtur L Jónsson