Eftir góða hvíld í gær tókst Cyril Despres no1 að sigra leið 9 í Dakarrallinu. Þetta er ótrúlegur árangur í ljósi þess að hann fór úr axlarliði og viðbeinsbrotnaði fyrir aðeins þrem dögum. Með þessum sigri tókst honum að vinna 4 mín á Coma sem enn er fyrstur. Það hentaði Despres vel að ræsa næst síðastur því erfiðasti kaflinn voru fyrstu 100 km og komnar voru góðar slóðir eftir þá sem á undan honum voru. Næstu 500 km voru .
tiltörulega auðveldir fyrir hann. Íslandsvinurinn Sala er kominn upp í 3. sæti á eftir Despers.
Sá sorgar atburður varð á þessari leið að eftir um 250km á hraðasta kaflanum krassaði Ástralinn Andy Caldecott og lést. Hann keppti fyrir KTM-Repsol liðið og hafði komið inn í það lið vegna þess að aðalökumaður þess liðs Jordi Duran krassaði og meiddi sig á æfingu rétt fyrir Dakarrallið. Andy var í sínu 4. Dakarralli og endaði í 6. sæti 2005 og hafði unnið ástralska mótorhjólarallið fjórum sinnum.
S. Peterhansel sigraði sinn 51. sigur á sérleið í Dakarralli og bætti þar með met sem Finnski rallkappinn Ari Vatanen átti, en S.Peterhansel er efstur með rúmar níu mín í forskot í bílaflokknum
HLJ