Þar sem að sveitarstjórnarkostningar verða í vor og þurfum við sem erum í þessu sporti að koma okkar mönnum að í viðkomandi sveitar og bæjarstjórnum.
Um næstu helgi verður Framsóknarflokkurinn með prófkjör þar sem okkar maður Óskar Bergsson sækjist eftir fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir bæjarstjórnarkostningarnar í vor. 1998-2002 var Óskar varaborgarfulltrúi og starfaði í skipulagsnefnd fyrir Framsóknarflokkinn, en hann hjálpaði mikið við að VÍK fékk
land það sem við höfum nú undir motocrossbrautina á Álfsnesi. Óskar hefur mikinn skilning á þörfum okkar, en hann hefur starfað mikið í kringum íþróttamál og hestaíþróttir og fl. Óskar þekkir vel til í mótorhjólaheiminum enda hefur sonur hanns Hjámmar Óskarsson keppt í motocross og enduro með ágætis árangri. Prófkjörið er opið öllum og er það hagur okkar allra að koma okkar mönnum að í pólitík svo að íþróttin megi dafna sem best og þess má geta að Framsóknarflokkurinn hefur reynst VÍK betur en nokkur annar stjórnmálaflokkur á undanförnum árum með Alfreð Þorsteins og Siv Friðleifs fremst á meðal jafningja. Prófkjörið er opið öllum og þurfa menn ekki að vera flokksbundnir til að kjósa í því, en kostningin fer fram laugardaginn 28. janúar í andyrri Laugardalshallar á milli 10,00 og 18,00.
H.Líklegur.