VÍK býðst möguleiki á fá einn alfremsta íþróttamann landsins, Jón Arnar Magnússon, sem þrekþjálfara félagsins frá 1. febrúar og út apríl. Jón Arnar er klár í slaginn ef næg þátttaka fæst en hann þjálfaði Yamaha liðið síðasta vor með góðum árangri og kom Guðjóni Val Sigurðssyni handboltamanni í fremstu röð í Þýskalandi nýverið.
Stefnan er að bjóða upp á tvær þrekæfingar í nýjasta og glæsilegasta íþróttahúsi landsins, frjálsíþróttahúsinu í Laugardal. Æfingarnar verða kl. 19.45 á mánudögum og miðvikudögum í febrúar, mars og apríl. Æfingagjald
félagsmenn er áætlað 5.000 kr. á mánuði fyrir bæði kvöldin og 3.500 kr. fyrir eitt kvöld í viku en 5.500 og 4.000 fyrir utanfélagsmenn.
Jón Arnar hefur átt hjól og hefur mjög gaman að því að prófa nýja hluti og nýjar æfingar og betri þrekþjálfari en hann er vandfundinn. Húsið sem okkur stendur til boða fyrir æfingarnar sömuleiðis einstakt með fullkomnustu aðstöðu sem völ er á. (Loksins geta mótorhjólamenn æft innanhúss! ;).
Áður en við göngum endanlega frá samningi við Jón viljum við þó kanna þátttöku. Ef þú hefur áhuga svaraðu þá könnunni hér til hliðar fyrir 19. janúar.
VÍK er ennfremur að skoða möguleika á að ráða erlendan þjálfara til félagsins og bjóða æfingar fyrir alla flokka í sumar þannig að þetta er aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal.