Ástandið við Bolöldu og nágrenni

Þurrkurinn í dag dugði ekki til að þurrka jörð við Bolöldu. Hjólafólki er því ráðlagt að keyra EKKI stóru endurobrautina og alls ekki fara inn í Jósepsdal, en hann er víst á floti.  Óhætt er að keyra litlu brautina sem gerð var í byrjun febrúar í Bolöldugrifjunum, sem og gömlu crossbrautina við Bláfjallaafleggjarann.  Mikið vatn rann í gegnum gömlu crossbrautina og tók hana í sundur á einum stað. Vinsamlegast farið því varlega í firsta hring.  Enn er bannað að aka við Kleifarvatn og í Þorlákshöfn, en hafi menn leyfi landeiganda til að aka í fjörum mælum við með því og forðist að aka á moldar- og sandkenndum svæðum sem eru ofar en 100 metra yfir sjó.  Kv. Hjörtur framkvæmdastjóri.


Skildu eftir svar