Bolalda-Jósepsdalur

Stærsti samningur vélhjólasportsins gæti verið í uppnámi ef spólglaðir einstaklingar fara ekki að taka á stóra  ínum.  Nokkuð er um að Jósepsdalurinn sé notaður sem æfingasvæði mótorhjóla og búnar til þar brautir.   ÞETTA ER EKKI Í LAGI.  Eina brautin sem má nota á svæðinu er brautin sem Hjörtur L. er að vinna að, og er  taðsett á móti Litlu-kaffistofunni (hinu megin við veginn).
Þeir sem vilja hjóla í Jósepsdal er bent á að vegur liggur eftir endilöngum dalnum og skal hann notaður og ekki önnur svæði.  Brekkuklifur er BANNAÐ og verði einhver gripinn við svoleiðis iðju verður það kært til lögreglu.

Hafa skal í huga að skemmdir eftir brekkuklifur þarf að laga. Vilt þú taka þátt í því?
Nei, ekki við heldur! Þó svo að við höfum fengið svæðið fyrir okkur er ekki þar
með sagt að við megum leika þar lausum hala. Það fylgja mjög stífar kvaðir á okkur
og er verið að vinna í reglum og heildarskipulagi svæðisins.  Sú vinna ætti að
verða búin áður en vor og sumar vertíðin byrjar.

Umhverfisnefnd og Hjörtur L., framkvæmdastjóri VÍK

Skildu eftir svar