Eins og komið hefur fram hér á vefnum þá hef ég verið að vinna af því að taka út áætlaða þá upphæð sem mótorhjólafólk skilar í ríkiskassan miðað við meðalnotkun á öllum enduro og crosshjólum. Þess ber að geta að sumir nota hjólin mikið og aðrir nánast ekki neitt. Hér eftir er lítill úrdráttur úr þessari greinagerð, en hjólaflokkunum er skipt í 5 flokka og er ég að bíða eftir nokkrum tölum til að geta klárað þetta verk, en eitt er víst að lokatölurnar eiga eftir að koma verulega á óvart.
1. Torfæruflokkur: (ekki keppnismenn og ekki er tekið kaup á hjólinu sem sett er inn annarsstaðar). Iðkendur
um 2000, en meðalnotkun torfæruhjóla er um 3000 km. Og meðaleiðsla er um 7l. á 100 km. Þetta gerir meðaltal 210 l. af bensíni og nota 3 afturdekk á ári og tvö framdekk, í varahluti fer að jafnaði 30,000 hjá hverjum (tannhjól,keðja, bremsuklossar og fl.) . Viðhald á mótorhjólagalla á hverju ári 30,000. Bensín á bílinn sem dregur hjólið á þann stað sem ekið er frá 200 lítrar á ári. Samtals til ríkis í beina skatta kr. 88,120,000.
2. Mótorhjólakeppnisflokkur: Þessi flokkur er reiknaður þannig að haldnar eru 8 aðal keppnir, keppandafjöldi er jafnaður út með því að hafa meðaltal 100 keppendur (tæpir 400 keppendur á Klaustri eru settir á 100 og umfram það er bætt ofan á þær keppnir sem eru á milli 70 og 90). Í hverja keppni eru notaðir 10 l. af bensíni, en til að geta keppt þarf keppandinn að æfa sig mikið og notar á hjólið 90 lítra til viðbótar og jafnast þá að keppnirnar eru 8X100l, en til að komast á æfingar og keppnir þarf að draga hjólið á báða staðina og notar bíllinn 200 l. að jafnaði á hverja keppni. Þá lítur jafnan út svona sem reiknað er eftir 8X100X300X66= 15,840,000. Keppnismenn fara að jafnaði með í galla og varahluti um 300,000 á ári. Þá er heildartalan til ríkissins um kr. 21,840,000.
Samtals þessir tveir liðir án þess að inn í þá sé reiknað það sem fer í vörugjald og virðisaukaskatt þegar hjólið er verslað = 109,960,000.
Allar tölur í þessum flokki eru að sögn þeirra sem stunda keppnissport eru töluvert of lágar og mætti allt að því tvöfalda allar tölur. Samaber keppnina á Klaustri þá er áætlað að heildarnotkunin á keppnishjólin í keppninni einni og sér um 6,000 lítrar. Hjörtur Líklegur..