Föstudaginn 10.02.06 undirritaðu Hafnarfjarðarbær og AÍH (Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar ) samning um rekstrarstyrk.
Markmið þessa samnings er að efla aksturíþróttir í Hafnarfirði.
Styrkur þessi hljóðaði upp á 400.000 kr. fyrir árið 2006 og er styrkurinn ætlaður til eftirfarandi verkefna:
1. Reksturs og viðhalds á keppnisbúnaði fyrir akstursíþróttir.
2. Greiðslur vegna skrifstofuhalds á vegum félagsins.
Við getum ekki annað en glaðst yfir þessum áfanga og vissulega hleypir þetta frísku blóði í starfssemina hjá AÍH og hvetur stjórnina til enn frekari verkefna, enda af nógu að taka.
Kær kveðja, formaður.