Um síðustu helgi var önnur umferð GNCC ( Grand National Cross Country ) í Washington USA. Skemmst frá því að segja að Juha Salminen KTM heldur uppteknum hætti í henni Ameríku og sigraði aðra umferðina eins og þá fyrstu sem haldin var á Florida. Salminen hafði orð á því að hann hefði verið orðinn þreyttur eftir tvo hringi, en eftir þá hefði hann smollið inn og verið í control eftir það, og trúlega hefði Florida keppnin ennþá setið í honum. Glenn Kearney Suzuki varð annar og hélt Juha uppteknum allan daginn. Liðsfélagi Kearney, gamla off road hetjan Rodney Smith vann sig upp í þriðja eftir crass í byrjun og var þar mestan part dagsins, en crassaði þá aftur og endaði áttundi. Sá sem kláraði þá þriðji var Mike Lafferty KTM og fjórði liðsfélagi hans Robbie Jenks KTM.