Í gær og dag er verið að vinna á jarðýtu við gerð motocrossbrautar upp á Bolöldu. Verkinu miðar ágætlega, en ég vil endilega biðja menn sem eru að hjóla þarna að vera ekki að hjóla nálægt vinnutækjunum, en töluvert var um það í gær að menn voru að hjóla óþægilega nálægt ýtunni. Hitt er annað mál að nú er frost að fara úr jörðu og rennandi blaut drullan liggur ofan á klakahellunni svo að næstu daga verða allir slóðar fyrir ofan bæinn eitt drullusvað og að þvælast í þeim á hjóli er ekkert annað en óþarfa slit á hjólinu (að keyra í
drulluslóða þar sem hjólið sekkur 5-15cm í drullu er aukaálag á hjólið og endast hlutir eins og keðja, pakkdósir og fl. 5 sinnum styttra en við venjulegan akstur) og mikið þvottaefni fyrir gallann. Ég mæli með Þorlákshöfn fyrir þá sem vilja æfa úthaldið og aksturstæknina fyrir Klaustur og slóðana á Reykjanesi fyrir þá sem eru á hvítum númerum um helgina. Kveðja Hjörtur L Jónsson