Fimm af fimm hjá Salminen

Fimmta umferð GNCC var haldin á hinum fræga Loretta Lynn búgarði um helgina. Þetta var skemmtilegasta umferðin sem af er árinu, þar sem Salminen á KTM fékk mikla samkeppni allann tímann. Það var Barry Hawk á Yamaha sem veitti honum mesta keppni, en Rodney Smith, Glenn Kearney , Charles Mullins og Shane Watts voru skammt undan og á tímabili skaust Mullins í fyrsta sæti. " Þetta var góð keppni í dag, ég tók tvær vitlausar begjur og áttaði mig þá á hvað strákarnir voru nálægt mér, þetta var mjög skemmtileg keppni " sagði Juha.
Barry Hawk sem gaf allt sem hann átti til að hanga í Juha gékk fram af sér í síðasta hring og til öryggis fór hann í læknisskoðun eftir keppni vegna gruns um vökvaskort. Hér er svo lokastaðan:


1 Juha Salminen Finland, KTM 03:04:40
2 Barry Hawk Smithfield, PA YAM 03:06:28
3 Glenn Kearney Australia SUZ 03:07:25
4 Shane Watts Australia, KTM 03:09:26

Skildu eftir svar