Fórum í fínan rúnt um páskana. Á leið okkar varð meðal annars Ytri Rangá, fórum yfir hana á fornu vaði. Vaðið var gott en það er u.m.þ.b. 40m langt, botninn er möl. Straumurinn er frekar mikill því berst hjólið talsvert niður með ánni. Nauðsynlegt er að fara útí ánna talsvert ofar í henni en áætluð landtaka hinu megin árinnar. Nýi
Yamminn minn reyndist ferlega vel, hjólið er talsvert breytt. Búið er að breyta stellinu færa mótorinn neðar, einnig hafa vatnskassarnir verið færðir neðar, þannig hefur þyngdarpunkturinn verið færður neðar. Sætishæðin er talsvert lægri og hvorki síðast né síst þá er tankurinn orðinn miklu mjórri og er því tilfinningin eins og að maður sé að keyra létt motocrosshjól.Á myndunum eru Grétar Jónson, Ragnar Pálsson, Ólafur Einarsson, Sverrir Bergsson og Styrmir Grétarsson. Kv. Þór Þorsteinsson