SUPERSPORT heimsótti félagsmiðstöðina Skýjaborg, Sandgerði, í gærkvöldi og kynnti motocross sportið og Honda hjól fyrir unglingunum. Að þessu sinni fengum við liðsstyrk frá Freyju sem kynnti sérstaklega uppgang stelpna innan sportsins. SUPERSPORT þættir voru sýndir, Bernhard gaf DVD diskinn Viðhald Torfæruhjóla og Honda armbönd, og Púkinn gaf ThorMX bol og límmiða. Jói Kef mætti sjóðheitur á svæðið og endaði skemmtilegt kvöldið með frábærri stönt-sýningu á Honda supermotard hjóli. Myndir frá kvöldinu eru komnar inn á www.supersport.is. Bjarni Bærings