SUPERSPORT skellti sér í félagsmiðstöðina Trufluð Tilvera í Garði sl. þriðjudagskvöld og kynnti Motocross sportið. Fjöldi unglinga mætti á svæðið, kynnti sér sportið, Honda torfæruhjólin, horfði á SUPERSPORT á breiðtjaldi og nokkrir heppnir fengu góðar gjafir, þ.e. DVD diskinn Viðhald Torfæruhjóla frá Bernhard ehf. og bol frá Púkanum. Nokkrir í hópnum eiga hjól, margir hafa áhuga á að prófa sportið og aldrei að vita nema við sjáum góða framtíðarökumenn úr Garði í framtíðinni. Það var sérlega ánægjulegt að sjá hve margar stelpur höfðu áhuga á sportinu, en þær voru í meirihluta 😀 Myndir frá kvöldinu eru komnar inn á www.supersport.is. Bjarni Bærings