Bolöldubraut opnuð á miðvikudaginn kl. 18.30

Hin nýja glæsilega Motocrossbraut VÍK á Bolöldusvæðinu verður opnuð miðvikudaginn 10. maí, kl. 18:30. Brautin er enn í þróun og á næstunni verður bætt við pöllum og ákveðnir kaflar lagaðir. Viðhald verður eftir þörfum.
Opnunartími brautarinnar:


Virka daga:  frá kl. 14 til kl. 22   /   Helgar:  frá kl. 10 til kl: 18

Brautargjald (dagsgjald):
kr. 1.000,-       Með framvísun gilds félagskírteinis (hvaða félag sem er)
kr. 1.250,-       Ófélagsbundnir
kr. 500,-   Hjól 85cc og minni
Athugið að ökumenn undir 18 ára aldri þurfa ávallt að hafa skriflegt leyfi
forráðamanna fyrir akstri meðferðis. Sjá hér

Brautarkort fást í Litlu kaffistofunni (og víðar seinna meir )
Nýir félagar verða skráðir í Litlu kaffistofunni.

Sektir:
Uppsetning, hönnun og viðhald brautarinnar er dýrt og því verða allir að
taka þátt í þeim kostnaði með því að greiða brautargjöld.
Allur akstur í brautinni utan auglýsts opnunartíma eða án gilds
brautarkorts er stranglega bannaður.
Brjóti menn gegn þessu verða þeir sektaðir um kr. 3.000,-  og geta
fyrirgert rétti sínum til frekari afnota af svæðinu.

Afnot af öðrum brautum á svæðinu verða áfram án endurgjalds.

Stjórn VÍK

Skildu eftir svar