Tekið af blogginu hjá Selfyssingum www.mxarborg.bloggar.is: Brautinni okkar var skyndilega lokað í dag af mönnum sýslumanns. Fannst honum að það væri komin tími til að við fengjum formlegt "aksturleyfi" en við höfum verið þarna síðan árið 2000 án teljandi vandræða og án þess að það hefði verið komið formlegt leyfi fyrir brautinni. Við höfum verið að vinna í því síðan 27 okt. 2005 þegar við fengum bréf þess efnis frá fulltrúa sýrslumanns. Í millitíðinni hefur ýmislegt gerst þess efnis að erfitt var að klára
þetta mál og er helsta örsök sú að Þyrping ehf sóttist eftir lóðinni fyrir Hagkaups verlsun sína og dróst þá til muna að fá formlegan lóðarsamming frá sveitarfélaginu þar sem þeir ekki treystu sér til að binda samning við okkur í langan tíma. Í þar til í síðustu viku voru svo þau mál kláruð og var svo næsta skref að klára þennan aksursleyfis samning við sýslumanninn, alla vegana fannst honum að við hefðum ekki staðið okkur, þannig að honum fannst best að senda Lögregluna eftir lokun hjá sýsluskrifstofunni, þannig að við gátum ekkert gert í þessum málum um helgina, og lokar brautinni……. þannig að BRAUTIN ER SEM SAT LOKUÐ þanngað annað kemur fram hérna á blogginu