Nú styttist í að motocrossbrautin verði klár. Á laugardaginn kemur verður vinnudagur og allir þeir sem eiga vörubíla, gröfu, traktor eða önnur tæki sem hægt er að nota við lokafrágang eru 100% mikið velkomnir með tækin sín. Það þarf einnig hrífur, skóflur, járnkarl (annan en þig lesandi góður) og röskar hendur og síðast en ekki síst góða skapið og félagsandann. Með því að sýna styrk og félagsanda með mikilli mætingu er hægt að gera kraftaverk. Það sem er búið er í raun viku á undan áætlun eins og staðan er í dag og með góðri mætingu er leikandi hægt að komast hálfan mánuð fram úr áætlun. Í gær var stóra ýtan að ýta upp úr tjörninni góðu nánast steinlausu efni í hóla við hliðina á brautinni og nú þarf bara að koma þessu frábæra efni inn í brautina og gera hana þar með nánast steinlausa. Kveðja Hjörtur L Jónsson