Í gær þegar ég kom upp í Bolöldubraut að hefla brautina þá blasti þetta spólfar við mér (sendi mynd af spólfari á svæðinu sem við sáðum í í byrjun maí og er að koma uppmeð látum, en ég sendi aðra mynd af því). Sem sagt einhver asni hefur ekið yfir gula-bandið inn á svæðið sem við erum að reyna að fá gras til að vaxa svo ekki verði tómt ryk þegar þurrt er. Það er engin furða þó að við séum skammaðir allir í heild og alhæft að allir torfæruhjólamenn séu að spóla upp náttúruna. Í þessu tilfelli er það bara einn asni sem gat ekki ekið eftir settum reglum á svæðinu, en þar sem stendur ÚT á að aka ÚT og þar sem stendur INN á að aka inn í brautina og HVERGI annars staðar. Ef við getum ekki farið að reglum á OKKAR svæði er engin furða að almenningur og fjölmiðlar skammist í okkur.
Kveðja Hjörtur L Jónsson