Fréttaflutningur

Hjörtur Líklegur JónssonÉg er einn af þessum sem hjóla lítið, en er í góðu sambandi við hjólamenn vinnu minnar vegna þar sem að ég vinn fyrir ykkur. Undanfara daga hefur verið mikið um neikvæðar fréttir í blöðunum um torfærumótorhjólamenn, en ekki ein einasta um góðar fréttir. Það vita allir sem eru í þessu torfærumótorhjólasporti að það eru á milli 3000 og 4000 sem stunda þetta sport og einu fréttirnar sem þessir aðilar fá úr sportinu eru á netinu. Það er sennilega þess vegna að heimsóknir á www.motocross.is eru að nálgast 50,000 í hverjum mánuði og eflaust eru þetta mestmegnis menn sem eru að reyna að fá

 raunverulegar fréttir úr þessu sporti. Í dag var fjölmennasta motocrosskeppni á Íslandi, en í þá keppni voru skráðir 112 keppendur eða tveimur fleiri en hefja leik í hverri umferð í efstu deild í fótboltanum á Íslandi og kallast Landsbankadeildin. Það verður gaman að lesa blöðin eftir helgina og bera saman umfjöllun á motocrosskeppninni í Ólafsvík og fótboltafréttir helgarinnar. Kveðja Hjörtur L Jónsson

Skildu eftir svar