Fréttafluttningur í Mogganum

Ég furða mig á því hvernig fréttafluttningur getur verið svona mismunandi af sambærilegum málum. Í Mogganum á föstudaginn rakst ég á litla grein þar sem segir frá mikilli svaðilför veiðimanna á jeppa, og hvernig þeir festu bílinn á kafi í mýri, hvernig ekki hefði verið hægt að nálgast bílinn nema á bát !! og það þyrfti trúlega gröfu til að losa hann upp. Þarna er ekki einu orði minnst á utanvegaakstur eða landspjöll. Það sem ég er að fara með þessu er að það vita allir hvernig fréttin hefði litið út ef hjólamenn hefðu átt í hlut. Ég undirstrika og ítreka að VÍK fordæmir utanvegaakstur hver svo sem á í hlut.
Þess má einnig geta að snemma í vor hafði VÍK samband við ritstjóra Morgunblaðsins og hann beðinn að leggja okkur lið í að koma í veg fyrir utanvegaakstur með því að birta frá okkur pistla og passa upp á að okkar sjónarmið kæmi fram þegar að okkur er vegið, eða mál okkur tengd væri í umræðunni. Skemmst frá því að segja að við fáum ekkert að leggja til málanna þegar sú staða kemur upp og ekkert birt, og engin svör þegar við spyrjum hverju sætir. Hér er greinin um þessa skemmtilegu svaðilför:

Vefstjóri.

Skildu eftir svar