Fyrir nokkrum dögum var gefið út kort um þá slóða sem má aka og ef slóði er ekki inni á þessu korti er bannað að keyra hann. Þetta er vægast sagt eitt sérstakasta kort sem gefið hefur verið út á Íslandi frá því að landið byggðist, en hér er slóðin á þetta kort http://avegi.lmi.is/. Þarna eru inni slóðar sem nánast enginn hefur getað ekið á jeppa síðustu 20 ár, en aðeins færustu mótorhjólamenn hafa komist þennan slóða og á sama tíma eru ekki
inni margir raflínuslóðar að hægt er að aka þá á hvaða sportbíl sem er á yfir 100 km hraða frá byrjun til enda.
Annað er það mál sem hvílir á mér er þessi umræða um að ALLIR torfærumótorhjólamenn séu að keyra utanvega og tæta upp landið og hafa félagsmenn í VÍK verið ásakaðir af sumum aðilum um það. Í landinu eru á fjórða þúsund torfærumótorhjól og bara bull að kenna öllum þessum fjölda ogum gjörðir fárra vitleysinga, hvað þá félagsmönnum í VÍK sem er íþróttafélag sem var stofnað til að keppa á akstursbrautum. Það væri sambærilegt eftir mikið ölæði og slagsmál eru niður í bæ að lögreglan mundi kenna AA samtökunum um ölæðið og hnefaleikasambandinu um slagsmálin. Þegar ég var gutti sparkaði ég í bolta í nágrenni við hús og bíla af því að það voru ekki til fótboltavellir. Í ófá skiptin brotnuðu við þetta rúður, en ekki datt neinum í hug að banna innflutning á fótboltum þrátt fyrir eignatjón og vesen við rúðuskipti. Í dag er einfaldlega búið að gera nóg af fótboltavöllum og sparkvöllum fyrir almannafé og vandamálið er úr sögunni. Kveðja Hjörtur L Jónsson