Á morgun laugardaginn 29. er seinasta æfing sumarsins hjá Motocrossskóla VÍK í Bolöldubrautinni. Planið er tímatökur, taka stört, keyra í 3×15 mín + 2 hringir. Brautin verður nýlöguð fyrir æfinguna.
Allir eru velkomnir á æfinguna hvort sem þeir hafa æfingarkort eða miða í brautina, ef fjöldinn verður of mikill ganga þeir fyrir sem hafa æfingakort og hinir verða flaggarar 🙂
P.s. Krakkaæfingunni seinkar um klukkutíma s.s. kl. 13.00
Hérna er tímaplanið:
Mæting/upphitun/tímataka/skráning 09:30 – 10:30
Moto1 125+ 10:40 – 11:00
Grjóttínsla 11:10 – 11:40
Moto2 125+ 11:40 – 12:00
Grjóttínsla 12:10 – 12:30
Moto 3 125+ 12:40 – 13:00
Kveðja,
Gulli #111 og Einar #4