ÍSÍ hefur fastmótaðar reglur um það hvernig taka skuli á þátttöku erlendra íþróttaiðkenda í íslandsmóti. Þessar reglur eru hafðar að leiðarljósi þegar erlendir ökumenn skrá sig til keppni í Íslandsmóti í vélhjólaíþróttum. Enda er íþróttinn aðili að ÍSÍ. Það er hægt að lesa um þetta á vef ÍSÍ en í stuttu máli eru reglurnar eftirfarandi.
1. Erlendur keppandi getur keppt í íslandsmóti sem gestur á sínu erlenda keppnisskýrteini en fær engin verðlaun. (Dæmi um þetta er Laura).
2. Erlendur keppandi gerist aðili að íslensku félagi, tekur þátt í íslandsmóti og fær verðlaun dagsins en getur ekki unnið íslandsmeistaratitil. Jafnframt afsalar hann sér rétt til þátttöku í meistaramóti síns heimalands. (Dæmi um þetta er Micke Frisk).
3. Erlendur ríkisborgari sem hefur haft fasta búsetu á Íslandi í meira en tvö ár og keppir samanber lið 2 hefur möguleika á Íslandsmeistaratitli.
Það eru svo til fléttur á þessu vegna aðildar okkar að UEM og tilvonandi aðildar að FIM. En í stórum dráttum er þetta svona.
Kveðja
Aron Reynisson
Vélhjólaíþróttanefnd ÍSÍ.