Álfsnesbrautin opnar í dag kl. 17 eftir talsverðar lagfæringar. Brautin hefur verið hækkuð víða og lagfærð þannig að hún standi betur af sér rigningu og bleytu. Pallar hafa verið lagaðir og brautin öll sléttuð. Umhverfið hefur líka verið lagfært og jafnað tog grasfræi hefur verið sáð á nokkra staði til að svæðið líti betur út.
Framundan er enn meiri vinna við lagfæringar á brautinni en stefnt er að því að gera brautina betur klára fyrir haustið þannig að hún geti verið fljótari að jafna sig í vor. Með því að byggja hana upp núna og leyfa henni svo að standa í vetur og þjappast verður undirlagið betra og t.d. verða pallar þannig þéttari og þola meira álag án þess að spólast upp. Einar Bjarna og Gunni Þór hafa unnið að þessu undanfarna daga í fríinu sínu og er full ástæða til að þakka þeim frábært starf!
Munið eftir miðunum sem fást í Esso í Mosfellsbæ – setjið miðann á hægri framdemparann undantekningarlaust.