Bolalda vinnudagur laugardag og opnunarhátíð sunnudag

Núna seinustu daga er búið að vera að harpa alla Bolöldubrautina, slétta, og lagfæra þannig að nú á hún að vera orðin nánast grjótlaus með öllu. Seinustu tvo mánuði hefur brautin tekið gríðarlegum stakkaskiptum.
Því  er planið að vera með vinnudag á morgun laugardag frá kl. 12-16. Þá vantar okkur vantar aðstoð við smíðavinnu, girða af svæði inni í braut og lagfæra ýmislegt á svæðinu.


Á sunnudaginn verður svo brautin opnuð með pomp og prakt kl. 12. Þeir sem vinna amk. tvo (2) tíma á vinnudeginum hjóla frítt á sunnudaginn en aðrir kaupa miða í Litlu kaffistofunni. Boðið verður upp á grillaðar pulsur og kók. Fyrir þá sem eiga sendi þá verður tímatökubúnaðurinn í gangi í nýja húsinu.

Þeir sem mæta á morgun mega gjarnan mæta með verkfæri með sér til að dytta að húsinu að innan, rífa niður veggi og mála og kítta og ýmislegt fleira. Einhver mætti koma með stóra kerru undir rusl. Ef einhver dúkari er á lausu þá þarf að lagfæra gólfdúkinn á nokkrum stöðum.

Kveðja, stjórn Vík, Líklegur og Einar Sig.

Skildu eftir svar