Mangað með þessa fáu !$&#!!# sem ….

Ég fór í gær út að ganga með hundinn minn einu sinni sem oftar, og fór upp fyrir Hafnarfjörð í átt að Kaldárseli. Þegar ég var búinn að vera á gangi góða stund fór ég að heyra í hjólum. Ekki leið á löngu þar til að fyrstu 2 hjólin komu á góðri siglingu, greinilega vanir hjólarar, en á eftir þeim komu svo 2 hjól sem fóru hægar yfir og allir stefndu þeir upp í Kaldársel. Um daginn var umræða um að það væri verið að loka þarna fyrir umferð vélknúina ökutækja vegna vatnsbólsins og sitt sýnist hverjum um að loka slóða eða veg sem er búinn að vera þarna í notkum í einhver 40 ár. Umræðan á kaffistofunni var sú að það væri gott og gilt að setja bann á

svæðinu, og það að girða með 3m hárri girðingu fyrir veginn væri augljóst merki um að þarna væri lokað svæði. En umræðan var líka sú að það dygði skammt þar sem við hjólamenn værum svo heppnir að hafa innan okkar raða nokkra örvita sem örugglega færu framhjá þessari miklu girðingu. Aftur að gærkvöldinu. Ég heyrði þegar hjólin hægðu á sér upp við Kaldársel, en þar var sá sem var að vinna í girðingunni ásamt slangurs af göngufólki. Næsta sem ég veit er að það eru drunur úr 4 fjórgengishjólum sem fylla loftið og ég sé hvar þeir klifra lóðrétt upp hlíðina við hliðina á girðingunni. Einn komst ekki upp, en gerði einhverjar 3 tilraunir, en hinir biðu spakir á meðan uppi á hæðinni. Göngufólkið og fleiri horfðu svo á aðfarirnar úr stúkusætum niður við Kaldá og hringdu auðvitað á lögregluna sem kom skömmu síðar, en þá voru mennirnir ennþá slakir uppá hæðinni, en létu sig hverfa þegar þeir sáu hverjir voru mættir. Ég fór svo og spjallaði aðeins við lögregluna og reyndi að tala máli okkar hinna. Þetta er auðvitað alveg magnað að menn séu svo gersamlega snauðir heilli hugsun að þeir geri svona hluti. Það er líka alveg magnað að meðan verið er að byggja upp frábært svæði á Bolöldu og loka öðrum svæðum, að menn, greinilega vel vanir hjólarar, skuli þá velja það að fara á lokaða svæðið, keyra utanvega, upp áberandi hlíð og fyrir framan fullt af fólki. Maður verður einhvernveginn máttlaus yfir fávitagangnum og þótt að gríðarlega hafi dregið úr utanvegaakstri með tilkomu nýrra svæða og með áróðri, þá eru greinilega nokkur skemmd epli í þessum hóp eins og öðrum sem skemma fyrir fjöldanum. Ég smellti myndum á símann, sem auðvitað ekki það besta í svona myndatöku, en ég læt þær fygja ..

Einn að sprauta í brekkuna og hinir fylgjast með.


Flottir á hæðinni


Þarna má sjá hvernig girðingin liggur að fjallinu.

Skildu eftir svar