Ný RMZ 250 fjórgengis Súkka.

Hjólið er algerlega nýtt og er hannað á grunni RMZ 450 hjólsins sem Ricky Charmichael og Kevin Strijbos hafa verið að nota í ár. Hjólið er í raun smækkuð mynd af því hjóli og Suzuki segir markmiðið vera að ná í góða aksturseiginleika, breitt powerband og alvöru bremsur. Hjólið á að henta öllum markhópum frá byrjendum upp í PRO og fjöðrunin er sú sama og á RMZ 450. Hjólið er með 20% stærri vatnskassa en gamla hjólið hafði og mótorinn er með fjóra titanium ventla og holann knastás til þess að spara vikt og koma mótornum hraðar á

snúning. Einnig er notaður 37mm blöndungur og segja tæknimenn Suzuki að þeir fái meiri kraft á lágum til miðlungs snúning með því móti. Gamla RMZ 250 hjólið, sem var samstarfsverkefni Suzuki og Kawasaki var löngu orðið á eftir öðrum hjólum í þessum stærðarflokki tæknilega séð. Þrátt fyrir að það hafi verið smíðað af Kawasaki þá kom Kawasaki með nýtt hjól á síðasta ári með álstelli. Suzuki kaus hinsvegar að bíða í eitt ár og nota tíman til þess að smíða eigið hjól byggt á hönnun RMZ 450. Hjólið hefur þegar verið notað í keppni í Japan og vann strax fyrstu keppnina sem það tók þátt í. Það verður spennandi að sjá hvernig það stendur sig á næsta keppnistímabili hérna á klakanum en fyrstu eintökin eru væntanleg fljótlega eftir áramót.


Skildu eftir svar