Opið hús á laugardag

Sælir ágætu enduro-motocrossunnendur og aðrir félagsmenn í VÍK. Mjög góð aðsókn var í crossbrautina á Bolaöldu í September enda var miklu til kostað til að halda henni góðri. Það henti hins vegar einn góðan dag að tveir rákust saman sem voru að fara inn í braut og koma út úr brautinni. Til að tryggja að þetta komi ekki fyrir aftur er hámarkshraði inn og út úr braut orðinn 15 km líka er búið að girða spotta á milli INN og ÚT leiðanna og að setja akstursstefnuskilti á brautina, en aftaná því skilti er annað skilti sem þíðir að ekki má keyra í þá átt og vil ég

biðja menn að virða þetta skilti. Einnig þurfti að girða eina beygju til að menn fari ekki of ofarlega í þá beygju því þar er rudda grjót sem mokaðist niður í brautina öllum til ama (sjá mynd). Þar sem að veðurspáin er ágæt fyrir næsta laugardag stefni ég á að vera með húsið opið frá kl. 10.00 til 16.00 og hafa heitt á könnunni. P.S. Það er stutt síðan að ég heflaði endurohringinn inni í Jósepsdal og einnig leiðina upp að Dverghamraskála, en margir höfðu kvartað yfir miklu grjóti á þeirri leið. Kveðja Hjörtur L Jónsson

Skildu eftir svar