Sælir félagar, það eru komnar dagsetningar á KTM ævintýraferðir til Bretlands fyrir veturinn 2007. Að venju er það Wheeldon Farm í suður Bretlandi þar sem glæsileg innanhúsbraut er ásamt léttum Enduro slóðum ofl. í sveitinni í kring.
Við erum búnir að fara 2 ferðir í haust, þá fyrri í lok September og sú síðari var farin um
síðustu helgi. Sú ferð verður lengi í minnum höfð þar sem við fórum með hvalkjöt með okkur
og fengum chéf´inn á Avon Inn, hann Dominice til að elda það.
Einnig sá Helgi Jó. lögfræðingur um ógleymanleg skemmtiatriði fyrir hópinn þar sem hann brá sér í persónu "the only guy in the village" úr þáttaröðinni the Little Britain.
Heildarverð ferðanna er ca. 110.000,- sem skiptist þannig.
Hjólaleiga m/öllu + innanhúsaðstaða 350,- pund.
Gisting þrjár nætur m/ morgun og hádegismat. ca. 120,- pund
Flug og bíll ca. 45.000,-
Það þarf að bóka sig í ferðirnar hjá Kalla KTM kg@ktm.is eða 893-2098
Menn sjá sjálfir um flugbókun og yfirleitt sameinast 3-4 um bíl.
Gisting og hjól eru greidd á staðnum og þeir taka VISA þar.
Allar nánari upplýsingar um staðinn er að finna á www.wheeldontwo.co.uk
Ég ráðlegg mönnum að vera tímanlega með bókanir þar sem aðeins ca. 12 komast í hvern túr
og einnig er gott að vera tímanlega til þess að fá betra verð í flug.
Sniðugast er að fá einn eða fleiri félaga með sér.
Við getum þó lofað því 110% að þó menn komi einir þá leiðist engum.
Dagsetningar eru eftirfarandi ásamt skýringum:
Febrúar: 8.-11.
Fararstjóri: Kalli eða Einar (eða báðir)
Þessi ferð er hugsuð fyrir Moto-Cross óða einstaklinga þar sem líklegt er að
aðeins verði ekið í innanhús brautinni.
Mars. 1.-4.
Fararstjóri: Kalli eða Einar (eða báðir)
Þessi ferð er hugsuð fyrir alla, föstudagur er innanhús, laugardagur er utandyra,
sunnudagur til hádegis er innandyra.
Mars. 15.-18.
Fararstjóri: Kalli eða Einar (eða báðir)
Þessi ferð er hugsuð fyrir alla, föstudagur er innanhús, laugardagur er utandyra,
sunnudagur til hádegis er innandyra.
Apríl. 19.-22.
Fararstjóri: Kalli eða Einar (eða báðir)
Þessi ferð er hugsuð fyrir alla, föstudagur er innanhús, laugardagur er utandyra,
sunnudagur til hádegis er innandyra.
kveðja,
Kalli