Dakar 2007 er lokið Cyril Despres sigraði í annað skipti

Síðasti dagurinn í Dakar rallinu var stuttur, heildarleiðin var 91 km en ekki nema 16 km á sérleiðum.
Keppnin í hjólaflokkinum er búin að vera skemmtileg og voru tveir menn sem skáru sig þar út, Marc Coma KTM sem sigraði keppnina í fyrra og svo Cyril Despres KTM sem sigraði keppnina 2005.
Þessi annar sigur í Dakar rallinu hjá hinum 32 ára gamla frakka Cyril Despres KTM og var sigurinn verðskuldaður og hefur hann alveg þurft að hafa fyrir honum, ók hann í skugga sigurvegara síðasta árs lengi


vel.
Marc Coma KTM sem sýndi mikla yfirburða megnið að keppninni, fyrstu tvo dagana virtist hann samt vera í rólegum akstri en svo á þriðja degi fór hann í gang og hélt hann forustunni frá á 13 leið þegar hann ók á stein og féll úr keppni.
Sýndi hann yfirburða akstur oft á tíðum og var í fararbroddi og voru lukkudísirnar meira með honum en helsta keppinaut hans Cyril Despres KTM sem lenti tvivegis í að gírkassinn í hjólinu hans bilaði sem kostaði hann mikin tíma.

Í Gauloises – KTM liðinu voru þeir Isidre Esteve Pujol og David Casteu, meðan Despres var í vandræðum þá náðu þeir uppfyrir hann og settur stefnuna á forustu en höfðu ekki næga vilja eða kraft því þeir virtust ekki geta náð honum.
Esteve lenti svo í samskonar gírkassavandræðum í KTM 690 Rally hjólinu sínu enda aka þeir allir á svipuðum hjólum.
Þessi vandræði sem Despres lenti í gerðu hann bara ákveðnari og náði hann að saxa smá á Coma í hverri sérleið þó svo að það myndi ekki duga svoleiðis, kannski lifði smá von hjá honum að Coma myndi lenda í samskonar gírkassavandræðum.
Ekki kom það nú en á 13 sérleið, þegar ekki voru nema tvær leiðar eftir lenti hann í óhapp, eftir að hafa villst þá ætlaði hann í ákafa sínum að vinna upp glataðan tíma og gæti hann ekki að sér og ók á stein sem lá hálffalin í sandinum, flaug hann af hjólinu og lenti á tré, var hann fluttur með þyrlu í sjúkratjald við endamark dagsins og þar úrskurðaði læknir hann úr keppni þar sem hann hafði fengið á sig höfuðhögg sem olli því að hann mundi ekki einu sinni sitt eigið nafn.
Þetta óhapp færði Cyril Despres KTM sigurinn nánast á silfurfati því hann hafði nú forustu og næsti maður á eftir honum var langt á eftir og ók hann af öryggi restina af rallinu og er nú orðin tvöfaldur sigurvegari í Dakar rallinu.

Í humátt á eftir honum kemur svo David Custeu KTM enda búin að sýna jafnan og góðan akstur í gegnum alla keppnina, hafði hann betur en Cris Blais KTM.
Mörg af þessum stærri liðum komu ekki vel útúr þessu ralli, t.d KTM – Repsol liðið datt allt út en það voru nú stórir kallar í því, má þar fyrst nefna Marc Coma, einni Giovanni Sala sem hefur mikla reynslu í þessari keppni.

En sú óheppni sem elti þessi stærri lið og bara marga keppendur gaf öðrum tækifæri og þá sérstaklega þessum svokölluðu “Amatörum” séns og sést það vel á 10 efstu sætunum, einnig náðu þeir að sigra 5 sérleiðar, það voru þeir Faria sem vann eina leið og Rodrigues og Vinters sem unnu báðir tvær leiðar.
Helder Rodrigues YAMAHA sem endaði í heildina í 5 sæti sigraði 450cc á undan veitingarhúsaeigandanum Michel Marchini YAMAHA og þreföldum meistara úr Touguet Enduro Thierry Bethys HONDA.

Lokastaðan í Dakar 2007 er:
1. Cyril Despres KTM með heildartíma 51h36´53 meðahr. 113.8km
2. David Casteu KTM með heildartíma 52h11´12 +34´19
3. Cris Blais KTM með heildartíma 52h28´59 +52´06
4. Pal Anders Ullevalsete KTM með heildartíma 53h14´50 +1h37´57
5. Helder Rodrigues YAMAHA með heildartíma 54h07´34 +2h30´41
6. Janis Vinters KTM með heildartíma 54h21´14 +2h44´21
7. Michel Marchini YAMAHA með heildartíma 54h37´20 +3h00´27
8. Thierry Bethys HONDA með heildartíma 55h03´26 +3h26´33
9. Jaroslav Katrinak KTM með heildartíma 55h17´03 +3h40´10
10. Jacek Czachor KTM með heildartíma 56h00´57 +4h24´04

Kv.
Dakarinn

Skildu eftir svar