AÍH stefnir á að halda ísaksturs bikarmót laugardaginn 27. janúar, eins og keppnisdagatalið segir til um. Hins vegar eru þrjár forsendur til þess að við getum haldið keppnina:
1) Leyfi frá Hafnarfjarðarbæ verður að fást (Verður tekið fyrir á Bæjarráðsfundi í næstu viku)
2) Að minnsta kosti 30 keppendur taki þátt (Til þess að keppnin svari kostnaði)
3) Verður að vera ís á vatninu og þokkalegt veður.
Flokkaskipting er verksmiðjuframleidd dekk og opinn flokkur. Nánari skipting verður ákveðin þegar fólk hefur
skráð sig.
Nauðsynlegt er að keppendur séu með öryggið í fyrirrúmi og þeir verða að vera með ádreparasnúru á hjólinu. Sjá nánar hér
Skráning er hafin og lýkur á þriðjudagsdagskvöldið – smellið hér til að skrá ykkur.
Þar sem ekki er víst að við getum haldið keppnina mun greiðslufyrirkomulagið vera þannig að greitt er á keppnisdegi með kreditkorti. Hins vegar er skráning í keppnina ekki afturkræf – þeir sem skrá sig verða að taka þátt. Þetta er gert svona til þess að við séum viss um að 30 keppendur náist og keppnin standi undir sér.
Við hvetjum menn og konur til að skrá sig og taka þátt í þessu móti. Dagskrá keppninnar verður auglýst síðar.