KTM sendi 3 lið til keppni í Dakar 2007, eru það Gauloises KTM, Repsol KTM og Red Bull KTM.
Aka þau öll á KTM 690 Rally hjólum sem hafa nú þegar gefið góða raun í hinum ýmsu keppnum víðsvegar um heiminn.
Í þessari 28 Dakar keppni er rétt um helmingurinn af mótorhjólunum frá KTM sem eru framleidd í Austurríki.
Dakar rallið sem er talið eitt það erfiðasta er í ár 8.696 km að lengd og er ekið frá Portugal gegnum Spán,
Marakó, Mauritíu, Malí og Senegal.
Með öryggið í fyrirrúmi þá eru allir keppendur þessara liða með sérsmíðaða hálskraga sem suðurafríski læknirinn Chris Leatt hannaði í samstarfi við KTM.
Marc Coma(Repsol) og Cyril Despres(Gauloises) eru aðalökumenn sinna liða og hafa báðir unnið þessa keppni áður, Coma í fyrra og Despres árið þar á undan.
Markmið KTM þetta árið er að ná sama eða betri árangi en í fyrra en þá voru KTM hjól í 9 af fyrstu 10 sætunum.
Liðstjórinn yfir öllum liðunum Hans Trunkenpolz ásamt starfsliði eru allt árið að vinna við undirbúning fyrir keppnina en pressan hefst ekki fyrir alvöru fyrr en í september og nær að sjálfsögðu hámarki þegar keppnin hefst.
Í ár notast liðið við 5 Rally Nissan bíla, 2 T4 keppnistrukka og 4 T5 aðstoðartrukka sem fylgja KTM liðinu í keppninni sjálfir en allir aðstoðar/viðgerðarbílar í rallinu verða að vera skráðir í keppninni sjálfri eins og venjulegir keppendur.
KTM liðið er með um 36-38 tonn af búnaði með sér í þessa keppni, af því eru um 2 tonn af sérstökum varahlutum og búnaði sem er tilbúið í kössum sem hægt er að senda með flugi ef aðstoðartrukkarnir detta út.
Ökumenn liðana í ár eru:
Gauloises KTM:
Cyril Despres
Isidre Esteve Pujol
Davis Casteu
Frans Verhoeven
Repsol KTM:
Marc Coma
Giovanni Sala
Jordi Viladoms
Red Bull KTM:
Cris Blais
Kv.
Dakarinn